Jólatónlistarhátíð

Jólatónlistarhátíð í Hallgrímskirkju 2016


 


Jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkju hefst nú um helgina en Mótettukór Hallgrímskirkju opnar hátíðina með fjölbreyttri dagskrá hlýlegrar aðventu- og jólatónlistar sem ætti að koma tónleikagestum í hátíðarskap. 

Hallgrímskirkja mun iða af lífi og fjöri á aðventunni þar sem hver atburðurinn rekur annan fram til áramóta, sjá meðfylgjandi auglýsingu.

 

Tónleikar Mótettukórsins, undir stjórn Harðar Áskelssonar, verða haldnir sunnudaginn 4. desember kl. 17.00 og endurteknir þriðjudaginn 6. desember kl. 20.00. 

Með kórnum koma fram tvær sænskar tónlistarstjörnur, þau Mattias Wager, höfuðorganisti við Storkyrkan í Stokkhólmi og einn virtasti orgelvirtúós á Norðurlöndum og Maria Keohane, ein dáðasta barrokk-og þjóðlagasöngkona Svía. 

Þau munu flytja valdar íslenskar, sænskar og sígildar hátíðarperlur ásamt kórnum. Jólastemmningin verður eins og best verður á kosið í fagurlega skreyttri kirkjunni! Miðaverð er 5.900 kr og fá listvinir 50% afslátt- miðaverð til þeirra er 2.950 kr.

 

Orgeltónleikarnir “NOËL, NOËL!” verða sunnudaginn 11. desember kl. 17.00 en þá leikur Björn Steinar Sólbergsson organisti Hallgrímskirkju jólatónlist á hið volduga Klais orgel kirkjunnar. Miðaverð er 2.500 kr og fá listvinir 50% afslátt af miðaverði.

 
img_1004_118101515856338150_f6dc173a5f_k

 

 

 

 

 

 

Milli jóla og nýárs mun Schola Cantorum, alþjóðlega barrokksveitin í Hallgrímskirkju, flytja Jólaóratóríuna eftir J.S. Bach ásamt glæsilegum hópi íslenskra einsöngvara af yngri kynslóðinni undir stjórn Harðar Áskelssonar. Jólaóratóría Bach er eitt dáðasta jólaverk allra tíma og er flutt á hátíðartónleikum í tilefni af 20 ára afmæli Schola Cantorum. 

 

Tónleikarnir verða haldnir fimmtudaginn 29. desember kl. 20.00 og endurteknir föstudaginn 30. desember kl. 17.00.

Selt er í úrvalssæti í fremsta hluta kirkjunnar á 9.500 kr, líkt og á óratóríuna Salómon á Kirkjulistahátíð 2015, en enginn afsláttur er veittur af þeim miðum. 

Allir aðrir miðar eru á 6.500 kr. og fá listvinir 50% afslátt af því verði og kostar miðinn til listvina því 3.250 kr.

 

Á gamlársdag kl 16:30 kveðjum við svo árið með Hátíðarhljómunum vinsælu, þegar trompetar kalla nýja árið til leiks með glæsilegum hátíðarverkum eftir m.a. J.S. Bach, Albinoni og fleiri meistara barokktímans. Þessir nýárstónleikar hafa verið árviss viðburður í Hallgrímskirkju frá árinu 1992 og ómissandi fyrir áramótaskapið. 

Miðaverð er 3.900 kr, en verð til listvina er 1950 kr. 

 

Miðasala er í Hallgrímskirkju í síma 510- 1000- opið 9-17 alla daga og er einn afsláttarmiði fyrir hverja áskrift.


 

Nánar um flytjendurna:

Maria Keohane, Smedjebacken.

Maria Keohane syngur tónlist frá ólíkum skeiðum tónlistarsögunnar, allt frá barokki til samtímans, bæði í óperu- og konsertsölum. Glæsilegur söngferill hennar hefur tengt hana mörgum þekktum tónlistarhópum og stjórnendum á hátíðum víða um lönd. Hún hefur m.a. tekið þátt í uppfærslum í Drottningarhólmsleikhúsinu í Stokkhólmi, Concertgebouw í Amsterdam, á Listahátíðinni í Edinborg, Bozar í Brüssel, Tanglewood í Bandaríkjunum og Händelhátíðum í Halle og Göttingen í Þýskalandi. Hún kemur nú fram í fyrsta sinn á Íslandi. Maria er mikill náttúruunnandi. Hún býr í Dölunum í

Svíþjóð þar sem hún unir sér vel með hestunum sínum á milli þess sem hún kemur fram á tónleikum vítt og breitt um lönd.mattias-wager

Mattias Wager er einn þekktasti organisti Norðurlandanna, og hefur gegnt starfi dómorganista við Storkyrkan í Stokkhólmi frá 2006 þar sem hann lék meðal annars við brúðkaup Viktoríu krónprinsessu og Daníels prins árið 2011. Hann nam orgelleik og kirkjutónlist við Konunglega tónlistarháskólanní Stokkhólmi og hlaut verðlaun Konunglega tónlistarháskólans fyrir lokatónleika sína árið 1992 en framhaldsnám stundaði hann í Bonn og París. Mattias hefur unnið fjölda alþjóðlegra verðlauna fyrir leik sinn og tekið þátt í listahátíðum og haldið tónleika víða um Evrópu og í Brasilíu. Hann hefur kennt orgelleik og spuna við alla helstu tónlistarháskóla Svíþjóðar. Frá 1995 hefur Mattias Wager heimsótt Ísland reglulega og verið gestakennari við Tónskóla þjóðkirkjunnar auk þess að halda fjölda tónleika. Mattias þykir afar fær í spuna og hefur einnig skrifað tónlist fyrir leikrit sem hafa verið flutt víða um Svíþjóð.

Mótettukór Hallgrímskirkju hefur lengi verið meðal fremstu kóra Íslands. Verkefnalisti kórsins er langur og fjölskrúðugur. Þar má finna fjölmargar óratóríur, passíur og sálumessur en líka kórverk án undirleiks frá ýmsum tímum, auk þess sem kórinn hefur frumflutt fjölda íslenskra tónverka. Mótettukórinn hefur farið í margar tónleikaferðir og í september 2014 vann kórinn til þriggja gullverðlauna á Alþjóðlegu kórakeppninni Cançó Mediterrània á Spáni þar sem kórinn vann einnig Grand Prix verðlaun sem besti kór keppninnar. Meðal stórverka sem Mótettukórinn hefur flutt á síðustu árum má nefna Matteusarpassíu, Jóhannesarpassíu, Jólaóratóríu og H-moll messu Bachs, Salomon eftir Händel, sálumessur eftir Mozart, Duruflé og Fauré, óratóríurnar Elía og Paulus eftir Mendelssohn, Vesper eftir Rachmaninoff, Messu fyrir tvo kóra eftir Frank Martin og Þýska sálumessu eftir Johannes Brahms. Meðal nýlegra verkefna kórsins má nefna flutning á lokakafla 9. sinfóníu Beethovens með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpu í byrjun september og á Te Deum eftir Charpentier og Messu í F-dúr eftir Bach á 30 ára vígsluafmælistónleikum Hallgrímskirkju 29. október sl. ásamt einsöngvurum og Alþjóðlegu barokksveitinni í Hallgrímskirkju. Mótettukórinn hefur gefið út fjölmarga geisladiska, þar á meðal nokkra vinsæla jóladiska.

Schola?cantorum, sem?í ár?fagnar?20 ára afmæli?sínu,?hefur frá upphafi hlotið mikla athygli fyrir fágaðan og?tæran?söng sinn. Kórinn hefur?unnið til verðlauna í erlendum keppnum og komið fram?á tónleikum?í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi,?Ítalíu,?Spáni, Þýskalandi, Frakklandi, Japan og Sviss. Hann var útnefndur Tónlistarhópur Reykjavíkurborgar 2006, tilnefndur til?tónlistarverðlauna?Norðurlandaráðs 2007 og Íslensku?tónlistarverðlaunanna 2013.?Kórinn hefur frá upphafi leikið mikilvægt hlutverk í íslensku tónlistarlífi?og?frumflutt verk eftir fjölda?íslenskra tónskálda auk þess að flytja?tónlist allra stíltímabila með og án hljóðfæraundirleiks, m.a. í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands, Alþjóðlegu barokksveitina í?Den?Haag, Björk, Sigurrós o.fl.?Framundan hjá kórnum eru m.a. 5 tónleikar á tónlistarhátíðinni Green Umbrella í Los Angeles í apríl 2017, þ.s. kórinn syngur m.a. á þrennum tónleikum í Walt Disney tónleikahöllinni, tónleikar með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpu í maí 2017 og Arvo Pärt tónleikar á Reykholthátið í júlí 2017. Auk þess syngur kórinn vikulega hádegistónleika á miðvikudögum í júní - ágúst sumarið 2017. Stjórnandi kórsins frá upphafi er Hörður Áskelsson.?

Hörður Áskelsson hefur verið organisti og kantor Hallgrímskirkju frá því hann lauk framhaldsnámi í Düsseldorf í Þýskalandi árið 1982. Hann hefur gegnt lykilhlutverki í uppbyggingu listalífs kirkjunnar og stóð meðal annars að stofnun Listvinafélags Hallgrímskirkju, Kirkjulistahátíðar og Alþjóðlegs orgelsumars. Árið 1982 stofnaði hann Mótettukór Hallgrímskirkju og kammerkórinn Schola cantorum

árið 1996. Með kórunum hefur hann flutt flest helstu verk kórbókmenntanna bæði með og án undirleiks. Þá hefur hann stjórnað frumflutningi margra verka fyrir kór og hljómsveit sem íslensk tónskáld hafa skrifað á undanförnum árum og má nefna Passíu eftir Hafliða Hallgrímsson, óratóríuna Cecilíu eftir Áskel Másson og Thor Vilhjálmsson og Fléttu eftir Hauk Tómasson. Hörður hefur ásamt kórum sínum tekið þátt í ýmsum tónlistarhátíðum og -keppnum á alþjóðlegum vettvangi, og meðal annars unnið til verðlauna í Cork á Írlandi árið 1996, Noyon í Frakklandi 1998, á Ítalíu árið 2002 og á Festival Cancó Mediterrànea 2014. Hörður hefur haldið tónleika í mörgum stærstu kirkjum Evrópu bæði sem kórstjóri og organisti, m.a. í Kölnardómkirkju, Notre Dame og St. Sulpice í París, dómkirkjunum í Frankfurt, Brüssel og Helsinki og Münster í Basel. Tónlistarflutningur Harðar hefur oftsinnis verið tekinn upp fyrir sjónvarp og útvarp og verið gefinn út á geislaplötum. Hörður hefur hlotið margsháttar viðurkenningar fyrir framlag sitt til tónlistarlífs á Íslandi, þ.á m. Íslensku tónlistarverðlaunin og Menningarverðlaun DV árið 2002, Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu árið 2004 og Íslensku bjartsýnisverðlaunin árið 2006. Þá var hann útnefndur Borgarlistamaður Reykjavíkur 2002. Hörður hefur kennt orgelleik og kórstjórn við Tónskóla þjóðkirkjunnar og á árunum 1985-1995 var hann lektor í litúrgískum söngfræðum við guðfræðideild Háskóla Íslands. Hörður var tónlistarstjóri hátíðarhalda í tilefni af 1000 ára afmæli kristnitöku á Íslandi árið 2000 og hann gegndi embætti söngmálastjóra þjóðkirkjunnar árin 2005-2011. Hörður var tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2016 sem flytjandi ársins, ásamt Mótettukór Hallgrímskirkju, fyrir flutninginn á óratóríunni Salómon eftir Händel á Kirkjulistahátíð 2015. MEDITATIO, nýjasta geislaplata Schola cantorum undir stjórn Harðar, sem kom út hjá BIS í ágúst sl., hefur hlotið einróma lof virtra erlendra gagnrýnenda.

Alþjóðlega barokksveitin í Hallgrimskirkju ( áður Den Haag) hefur margsinnis komið hingað til lands á undanförnum árum og flutt stórvirki barokktímans með kórum Hallgrímskirkju. Sveitin er skipuð tónlistarfólki sem hefur stundað nám við hina virtu barokkdeild Konunglega tónlistarháskólans í Den Haag í Hollandi, eina mikilvægustu miðstöð rannsókna og kennslu á sviðibarokktónlistar í heiminum. Meðal nemenda þar var Guðrún Hrund Harðardóttir víóluleikari, sem var einn aðalhvatamaðurinn að stofnun barokksveitarinnar. Að námi loknu hafa meðlimir Alþjóðlegu barokksveitarinnar haslað sér völl sem eftirsóttir hljóðfæraleikarar og leika nú reglulega með mörgum af helstu upprunasveitum heims undir stjórn nafntogaðra stjórnenda. Má þar nefna hljómsveitir á borð við Ricercar Consort, Les Arts Florissants, Amsterdam Baroque Orchestra, Bach Collegium Japan, Concerto Copenhagen, Orchestra of the Age of Enlightenment, Gabrieli Consort & Players, Collegium Vocale Gent, Capriccio Stravagante og Orcherstre des Champs-Élysées og stjórnendur á borð við Philippe Pierlot, William Christie, Masaaki Suzuki, Skip Sempé og Philippe Herreweghe. Samvinna sveitarinnar og Harðar Áskelssonar hefur vakið verðskuldaða athygli enda um að ræða brautryðjendastarf hérlendis í tónlistarflutningi í upprunastíl. Alþjóðlega barokksveitin kennir sig nú við Hallgrímskirkju, þar sem sá hópur sem kemur saman hér að spila er nú dreifður um allan heim og kemur aðeins saman sem slíkur í Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar, sem hefur stjórnað henni frá stofnun hennar 2004. Alþjóðlega barokksveitin í Hallgrímskirkju hefur jafnan hlotið ríkulegt lof gagnrýnenda og áheyrenda fyrir leik sinn. Konsertmeistari er Tuomo Suni fiðluleikari frá Finnlandi, sem búsettur er í London.

Björn Steinar Sólbergsson er organisti við Hallgrímskirkju í Reykjavík og einnig skólastjóri og orgelkennari við Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Björn Steinar stundaði framhaldsnám á Ítalíu og í Frakklandi, útskrifaðist frá Conservatoire National de Region de Rueil Malmaison árið 1986 með “Prix

de virtuosité”. Hann starfaði sem organisti við Akureyrarkirkju í 20 ár þar sem hann vann markvisst að uppbyggingu tónlistarstarfs við kirkjuna. Björn Steinar hefur haldið fjölda einleikstónleika hér heima, á öllum Norðurlöndunum, í Evrópu og Norður-Ameríku. Hann hefur leikið einleik með sinfóníuhljómsveitum innanlands og utan og hljóðritað geislaplötur, m.a. öll orgelverk Páls Ísólfssonar og orgelkonsert Jóns Leifs (BIS) sem hlaut einróma lof gagnrýnenda. Björn Steinar hlaut Menningarverðlaun DV 1999, Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2001 og var valinn bæjarlistamaður