Jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkju

30. nóvember 2016
Jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkju hefst nú um helgina, en Mótettukór Hallgrímskirkju opnar hátíðina með fjölbreyttri dagskrá hlýlegrar aðventu- og jólatónlistar sem ætti að koma tónleikagestum í hátíðarskap. Tónleikar Mótettukórsins undir stjórn Harðar Áskelssonar verða sunnudaginn 4. desember kl. 17 og þriðjudaginn 6. desember kl. 20.