Jólin hans Hallgríms

Sýningin Jólin hans Hallgríms verður opnuð í Hallgrímskirkju mánudaginn 25. nóvember og stendur til jóla. Sýningin er fyrir börn á öllum aldri. Í fimmta sinn býður Hallgrímskirkja leikskóla- og grunnskólabörnum í Reykjavík og nágrenni að koma í heimsókn í Hallgrímskirkju í aðdragandi jólanna. Í heimsókninni er sagt frá því hvernig jólin voru fyrir 400 árum á Íslandi. Í heimsókninni fá börnin stutta endursögn úr bókinni Jólin hans Hallgríms eftir Steinunni Jóhannesdóttur og myndir eftir Önnu Cynthiu Leplar. Tekið verður á móti heimsóknum virka daga frá 25. nóvember til jóla frá 9 - 14. Hver heimsókn tekur u.þ.b. klukkustund. Hópar geta bókað heimsókn með því að senda tölvupóst á netfangið kristny@hallgrimskirkja.is