"Jólin hans Hallgríms" á sýningu í Hallgrímskirkju

03. desember 2015
Á annarri hæð Hallgrímskirkju hefur verið opnuð sýningin "Jólin hans Hallgríms".  Sýningin er fyrir börn á öllum aldri og byggir á samnefndri bók Steinunnar Jóhannesdóttur og myndum Önnu Cynthiu Leplar og var jólasýning Þjóðminjasafnsins árið 2014. Þar eru myndir og textar úr bókinni ásamt gamaldags munum sem vísa til sögunnar. Gestir geta leikið sér að leggjum og skeljum eins og Hallgrímur og systkini hans gerðu fyrir 400 árum og hlustað á jólasálminn vinsæla “Nóttin var sú ágæt ein” sem Hallgrímur lærir í sögunni.

Sýningin er opin á opnunartíma kirkjunnar kl. 9.00 - 17.00.