Jólafundur Kvenfélags Hallgrímskirkju

30. október

Jólafundur Kvenfélags Hallgrímskirkju verður haldinn miðvikudaginn 29. nóvember kl. 17.30 í Suðursal kirkjunnar.

Miðvikudaginn 29. nóvember ætlum við að vera með hinn árlega hátíðarfund kvenfélagsins.
Hugvekja, upplestur og söngur til að koma okkur í hátíðarskap.
Borðin munu svigna undan kræsingum.
Hangikjöt, hefðbundið meðlæti, laufabrauð og flatkökur.
Verð 5.000 krónur.

Skráning hjá kirkjuvörðum í afgreiðslu , í síma 510-1000, eða á netfangið kirkjuverdir@hallgrimskirkja.is. Einnig er hægt að senda skilaboð í gegnum Facebook síðu félagsins. Hjördís Jensdóttir tekur líka við skráningum í síma 899-6936.

Hlökkum til að sjá ykkur,
Stjórn Kvenfélags Hallgrímskirkju