Ákall þjóðar og sáðkorn vonar

18. október 2021
Á þriðjudögum í október eru í Hallgrímskirkju fræðsluerindi í hádeginu um guðfræði og átrúnað. Þriðjudaginn 19. október lýkur dr. Jón Ásgeir Sigurvinsson upp Jesajabók Gamla testamentisins og m.a. segir frá þakkarsálmi Hiskía konungs í 38. kafla spádómsbókarinnar. Dr. Jón Ásgeir segir frá kenningum sínum um sálminn, en hann skrifaði doktorsritgerð sína um hann. Jón Ásgeir er héraðsprestur Reykjavíkurprófastsdæmis vestra. Fyrirlesturinn hfst kl. 12,07. Veitingarnar verða léttar en þeim mun veigur í andlegu næringunni.

Að viku liðinni, þriðjudaginn 26. október mun Halldór Nikulás Lár fjalla um Íslenskt samfélag og Islam.

Meðfylgjandi mynd sáþ er af hluta glerlistaverks Leifs Breiðfjörð í Hallgrímskirkju.