Kirkjukukknahljómur fyrir friði á Gasa og bænastund

06. ágúst

Hallgrímskirkja tekur þátt í klukknahljómi fyrir friði á Gasa á morgun, fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 munu kirkjuklukkur landsins hljóma líkt og klukkur fjölda kirkna í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi til samstöðu með þjáðum íbúum Gasa.

Bænastund í Hallgrímskirkju að klukknahringingunni lokinni sem stendur yfir í 7-15 mínútur.

Við hvetjum fólk til að staldra við í kirkjunni, tendra ljós, og biðja fyrir friði.

„Guð gefi frið á Gasa. Í Jesú nafni, amen.“

Grein um klukknahringinguna og fleiri upplýsingar má finna HÉR á vef Þjóðkirkjunnar.