Kirkjulífið og sóttvarnir eftir 24. febrúar 2021

reglugerð um samkomutakmarkanir hefur verið sett. Reglur og rammar sem varða starf Hallgrímskirkju eru hér að neðan. Gildistíminn er 24. febrúar – 17. mars 2021.

Helgiathafnir í kirkjuskipi Hallgrímskirkju

200 hámarksfjöldi í helgiathöfnum (þmt guðsþjónustur, helgistundir, fræðslusamverur, útfarir, fermingar og aðrar athafnir). Tryggt sé að amk einn metri sé milli ótengdra aðila. Grímuskylda. Með í tölunni 200 teljast kórmeðlimir og starfsfólk kirkjunnar. Innleidd er skráningarskylda (nafn, (kennitala) og símanúmer). Ef skráning er ekki uppfyllt er aðeins heimild fyrir 50 manns í kirkjunni.

Samverur barna og unglinga

Mega vera allt að 200 manns – allir meðtaldir.

Kóræfingar

Allt að 50 manns. Eins meters nálægðarmörk.

Utan helgiathafna mega ekki vera fleiri en 50 manns í kirkjunni.

Fræðslusamverur í Suðursal

Eins meters reglan gildir og grímuskylda ríkir. Hámarksfjöldi samtals 50.

Tónleikar í kirkju

200 manns. Skrá verður nafn, (kennitölu) og símanúmeri. Grímuskylda. Eins metra regla. Ef skráningu verður ekki komið

Erfidrykkjur

50 manna hámark.

Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson, Arctic Images.