Kirkjulífið og sóttvarnir eftir 24. febrúar 2021

26. febrúar 2021
reglugerð um samkomutakmarkanir hefur verið sett. Reglur og rammar sem varða starf Hallgrímskirkju eru hér að neðan. Gildistíminn er 24. febrúar – 17. mars 2021.

Helgiathafnir í kirkjuskipi Hallgrímskirkju

200 hámarksfjöldi í helgiathöfnum (þmt guðsþjónustur, helgistundir, fræðslusamverur, útfarir, fermingar og aðrar athafnir). Tryggt sé að amk einn metri sé milli ótengdra aðila. Grímuskylda. Með í tölunni 200 teljast kórmeðlimir og starfsfólk kirkjunnar. Innleidd er skráningarskylda (nafn, (kennitala) og símanúmer). Ef skráning er ekki uppfyllt er aðeins heimild fyrir 50 manns í kirkjunni.

Samverur barna og unglinga

Mega vera allt að 200 manns – allir meðtaldir.

Kóræfingar

Allt að 50 manns. Eins meters nálægðarmörk.

Utan helgiathafna mega ekki vera fleiri en 50 manns í kirkjunni.

Fræðslusamverur í Suðursal

Eins meters reglan gildir og grímuskylda ríkir. Hámarksfjöldi samtals 50.

Tónleikar í kirkju

200 manns. Skrá verður nafn, (kennitölu) og símanúmeri. Grímuskylda. Eins metra regla. Ef skráningu verður ekki komið

Erfidrykkjur

50 manna hámark.

Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson, Arctic Images.