KOMIÐ OG SYNGIÐ! Nýr Barnakór Hallgrímskirkju stofnaður í haust!

08. ágúst

Hér er stutt og skemmtilegt viðtal við Fjólu Kristínu Nikulásdóttur sem mun leiða kórinn með gleði, hlýju og fagmennsku. 

Nýr kór fyrir börn í 3.–5. bekk (fædd 2015–2017) undir stjórn Fjólu Kristínar. Kórinn syngur tvisvar á önn við helgihald kirkjunnar og heldur einnig tónleika.

Lögð er áhersla á sönggleði, leik og góða félagsskap, ásamt kennslu í grunnatriðum söngtækni. Kórstarf er dýrmætt eins og Fjóla segir í viðtalinu og styrkir samkennd, sjálfstraust og félagsfærni.

Æfingar verða á miðvikudögum og er skráning hafin á ABLER.IO
Þátttaka er ókeypis.

Fjóla Kristín er kórstjóri, kennari og söngkona með víðtæka reynslu af tónlist og leiklist með börnum og unglingum.

 

HALLGRÍMSKIRKJA – STAÐUR BARNANNA