Kór Clare College í messunni 19. september

17. september 2021
Barnastarf og messan í Hallgrímskirkju byrja kl. 11 í kirkjunni. Í prédikun verður rætt um sögupersónuna Lasarus og nútíma-lasarusa. Séra Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Organistar eru Björn Steinar Sólbergsson, George Gillow og Samuel Jones. Kór Clare College í Cambridge syngur undir stjórn Graham Ross. Barnarstarf: Ragnheiður Bjarnadóttir og María Halldórsdóttir í kórkjallara.

Forspil - Praeludium BWV 546 Johann Sebastian Bach

Sálmur 11 –  Drottinn Guð, þitt dýra nafnið skæra

Miskunnarbæn – Kyrie úr ‘Cantus Missae’ Josef Rheinberger

Dýrðarsöngur – Gloria úr ‘Cantus Missae’ Josef Rheinberger
Kórsöngur - Heyr himna smiður Þorkell Sigurbjörnsson / Kolbeinn Tumason
Sálmur 34 – Upp skapað allt í heimi hér

Prédikun
Kórsöngur Heyr þú oss himnum á Anna Þorvaldsdóttir / Ólafur Jónsson á Söndum

Almenn kirkjubæn - innsetningarorð

Undir útdeilingu - Agnus Dei úr ‘Cantus Missae’ Josef Rheinberger
Sálmur - 56 Son Guðs ertu með sanni
Eftirspil - Rhapsody nr. 1 Herbert Howells