Kór Hallgrímskirkju leitar að söngfólki

19. ágúst 2021


Nýstofnaður Kór Hallgrímskirkju leitar að söngfólki. Kórreynsla æskileg. Raddprufur verða haldnar í lok ágúst en stefnt er að fyrstu æfingu í byrjun september. Æft verður á þriðjudagskvöldum kl. 19-22 og verður ein helgaræfing í mánuði að auki. Kórinn stefnir að fjölda spennandi verkefna m.a. tónleika, söngs við helgihald í Hallgrímskirkja og upptökur. Stjórnandi kórsins er Steinar Logi Helgason. Áhugasamir hafi samband: steinarlogi@hallgrimskirkja.is