Kraftmikið safnaðarstarf 2019

06. janúar 2019
Nýja árið kallar á öflugt safnaðarstarf. Hallgrímskirkja miðar að því að vera með starf fyrir alla aldurshópa og fastir liðir eru eins og hér segir:

Hádegisbænir: Hefst aftur mánudaginn 7. janúar og er alla mánudaga kl. 12:15. Sigrún Ásgeirsdóttir leiðir og stundin er ávallt við Maríualtari inn í kirkju.

Fyrirbænamessa/guðþjónusta: Hefst aftur þriðjudaginn 8. janúar og er alla þriðjudaga milli kl. 10.30 - 11:30. Samverurnar eru í Suðursal.

Árdegismessa: Alla miðvikudaga í kór kirkjunnar kl. 8. Morgunmatur eftir messu.

Kyrrðarstundir: Hefjast aftur fimmtudaginn 17. janúar kl. 12 og verða alla fimmtudaga framm á vor. Súpa á vægu verði í Suðursal að lokinni stundinni í kirkjunni.

Kvenfélag Hallgrímskirkju: Nánar auglýst síðar.

Sunnudaginn 17. febrúar hefjast svo fræðslusamverur kl. 10 í Norðursal. Verða alla sunnudaga frá með 17. febrúar - 7. apríl.

...að sjálfsögðu er messað alla sunnudaga kl. 11 og ensk messa síðasta sunnudag í hverjum mánuði.


Æskulýðsstarf Hallgrímskirkju


Sunnudagaskólinn: Hefst aftur í messu sunnudaginn 13. janúar kl. 11.

Krílasálmar: Hefst aftur þriðjudaginn 8. janúar kl. 11:30. 

Foreldramorgnar: Hefjast aftur miðvikudaginn 9. janúar kl. 10 - 12 og hist verður í kórkjallaranum.

Æskulýðsfélagið Örkin: Hittist í kórkjallarnum alla þriðjudaga frá með 8. janúar kl. 19:30 - 21:30.

TTT - tíu til 12 ára starf: Hittist í kórkjallaranum alla fimmtudaga kl. 14:15 - 15:15.

Fermingarstarf: Hefst aftur  miðvikudaginn 16. janúar kl. 14:45 - 15:45.

Kórastarf


Mótettukór Hallgrímskirkju: þriðjudaga kl. 19:30 - 22 og annan hvern laugardag kl. 10 - 12:30.

Schola cantorum: fimmtudaga kl. 16:30 - 19.

Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju: fimmtudaga kl. 17.30 - 19.

Listvinafélag Hallgrímskirkju efnir til fjölda tónleika á árinu og nánari upplýsingar um þá eru á listvinafelag.is.

Verið hjartanlega velkomin í Hallgrímskirkju!