Krílasálmar

04. febrúar 2019

Krílasálmar á morgun, þriðjudaginn 15. janúar kl. 11:30 og verða út maí. Krílasálmar eru tónlistarstundir fyrir börn á aldrinum 3-18 mánaða og foreldra þeirra, þar sem tónlist, sálmar, þjóðlög og barnavísur eru notuð til að styrkja tengslamyndun og örva þroska barnanna.


Það er sungið fyrir þau og spilað á hin ýmsu hljóðfæri, þeim vaggað, dansað með þeim og á þann hátt fá þau upplifun af tónlistinni sem hefur góð áhrif á tilfinninga- og hreyfiþroska þeirra. Leiðbeinendur eru Inga Harðardóttir, æskulýðsfulltrúi og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir, tónmenntakennari. Þátttaka í krílasálmum er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig því aðeins takmarkaður fjöldi barna kemst að hverju sinni. Skráning hér og allar frekari upplýsingar má fá með því að senda tölvupóst á inga@hallgrimskirkja.is.