Krílasálmar á fimmtudögum

18. nóvember 2015
Krílasálmar eru tónlistarstundir fyrir ung börn og foreldra þeirra, þar sem tónlist er notuð til að styrkja tengslamyndun og örva börnin. Í tímunum sem er kl. 13.00 – 14.00 á fimmtudögum, er notast við sálma, íslensk þjóðlög og þekkt barnalög, yfirtónarík hljóðfæri og forvitnilegan hljóðheim. Leiðbeinendur eru Arngerður María Árnadóttir, organisti Laugarneskirkju og Inga Harðardóttir, æskulýðsfulltrúi Hallgrímskirkju. Nauðsynlegt er að skrá sig með því að senda póst á arngerður@laugarneskirkja.is eða inga@hallgrimskirkja.is Krílasálmar eru samstarfsverkefni Hallgrímskirkju og Laugarneskirkju. Námskeiðsgjald er 5000 kr.