Krílasálmar - Tvö skipti eftir

04. maí 2018
         

Tvö skipti eftir af Krílasálmum þetta vorið
mánudaginn 7. maí kl. 12:30-13:30 og mánudaginn 14. maí kl. 12:30-13:30

Krílasálmar eru tónlistarstundir fyrir börn á aldrinum 3-18 mánaða og foreldra þeirra, þar sem tónlist er notuð til að styrkja tengslamyndun og örva þroska barnanna.  Það er sungið fyrir þau og spilað á hin ýmsu hljóðfæri, þeim vaggað, dansað með þeim og á þann hátt fá þau upplifun af tónlistinni sem hefur góð áhrif á tilfinninga- og hreyfiþroska þeirra.


Leiðbeinandi er Inga Harðardóttir.