Kveikjum friðarljós

24. febrúar 2022
Fréttir
kveikjum friðarljós - mynd sáþ

Rússar hafa ráðist inn í Úkraínu. Friðarathöfn verður í Hallgrímskirkju kl. 18. Kveikt verður á friðarkertum. Allir geta fengið kerti og kveikt á friðarljósum. Lesinn verður friðartexti, leikið verður á orgel kirkjunnar og klukkuspilið í turni hennar. Við innrás og stríð er mikilvægt að veita sterkum tilfinningum í farveg orða og tjáningar. Að kveikja friðarljós í Hallgrímskirkju er gjörningur í þágu friðar. Við getum líka kveikt friðarbál þjóðarinnar með því að kveikja ljós í gluggum húsa okkar. Hallgrímskirkja verður opin til kl. 19, fimmtudaginn 24. apríl.