Kvöldkirkjan fimmtudaginn 23. janúar

21. janúar 2020


Allir, sem koma inn í Hallgrímskirkju fimmtudagskvöldið 23. janúar ganga inn í kyrrð og rökkvaða kirkju með kertaljósum. Þetta kvöld verður kvöldkirkja, sem er samvinnuverkefni presta og starfsfólks Hallgrímskirkju og Dómkirkju. Kvöldkirkja verður frá kl. 19 til 21:30 og er samstarfsverkefni Dómkirkjunnnar og Hallgrímskirkju. Prestar og starfsfólk þessara miðborgarkirkna starfa saman og öflugt tónlistarfólk sér um tónlistarflutning. Næsta kvöldkirkja verður í Hallgrímskirkju og fyrsta kvöldkirkjan í febrúar verður í Dómkirkjunni og síðan til skiptis í þessum tveimur kirkjum.

Tilgangur kvöldkirkjunnar er að opna kirkjurnar fyrir fólki, sem finnur sig ekki í venjulegu og hefðubundnu helgihaldi dagkirkjunnar eða vill dýpka enn frekar trúarlega upplifun sína. Margir leita einhvers, sem er djúptækt og persónulega gefandi. Tónlist, þögn, íhugun og kyrrð eru flétta kvöldkirkjunnar. Sumir staldra við í nokkrar mínútur og aðrir lengi. Kvöldkirkjan er öllum opin og hentar mörgum. Velkomin.

Prestar og starfsfólk Dómkirkju og Hallgrímskirkju.