Kvöldkirkjan kallar

19. febrúar 2020
Fimmtudagskvöldið 20. febrúar verður kvöldkirkja í Hallgrímskirkju. Kertaljós um alla kirkju lýsa í rökkrinu. Tónlist, þögn, íhugun og kyrrð eru flétta kvöldkirkjunnar. Ragnar Emilsson spilar á gítar og Irma Sjöfn Óskarsdóttir, Kristný Rós Gústafsdóttir og Grétar Einarsson íhuga. Kvöldkirkja verður frá kl. 19 til 21:30 og er samstarfsverkefni Dómkirkjunnnar og Hallgrímskirkju.

Tilgangur kvöldkirkjunnar er að opna kirkjurnar fyrir fólki, sem finnur sig ekki í venjulegu og hefðubundnu helgihaldi dagkirkjunnar eða vill dýpka enn frekar trúarlega upplifun sína. Sumir staldra við í nokkrar mínútur og aðrir lengi. Kvöldkirkjan er öllum opin og hentar mörgum. Kvöldkirkja verður í Dómkirkjunni 13. mars, í Hallgrímskirkju 26. mars og í Dómkirkjunni 3. apríl.