Kyrrðarstund

 Fimmtudaginn 26. október er Vígsludagur Hallgrímskirkju. Kyrrðarstundin verður á sínum stað kl. 12 í hádeginu. Stundin er í hálftíma, inniheldur ljúft orgelspil og stutta hugleiðingu ásamt bæn. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir stundina. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson og Hildigunnur Einarsdóttir syngur. Eftir stundina er svo seld súpa og brauð í Suðursal kirkjunnar.

Verið hjartanlega velkomin.