Kyrrðarstund

24. apríl 2018


Fimmtudaginn 26. apríl er næst síðasta kyrrðarstundin fyrir sumarfrí. Stundin er í hádeginu kl. 12 í hálftíma, inniheldur ljúft orgelspil og stutta hugleiðingu ásamt bæn. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson leiðir stundina. Organisti er Erla Rut Káradóttir. Eftir stundina er svo seld súpa og brauð í Suðursal kirkjunnar.

Verið hjartanlega velkomin.