Kyrrðarstund á fimmtudögum

27. apríl 2016
Á fimmtudögum er hálftíma indæl kyrrðarstund í hádeginu kl. 12 sem prestar kirkjunnar leiða og organistar spila. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir flytur íhugun dagsins og Hörður Áskelsson leikur á orgelið. Eftir stundina verður hægt að kaupa súpu og brauð á vægu verði í suðursalnum.

Verið hjartanlega velkomin.