Kyrrðarstund í Hallgrímskirkju fimmtudaginn 1. október kl. 12

30. september 2020
Kyrrðarstund verður  í Hallgrímskirkju fimmtudaginn 1. október kl. 12. Séra Sigurður Árni Þórðarsson prestur flytur  íhugun og stýrir bænagerð í upphafi stundarinnar og gegnir prestþjónustunni. Þennan fimmtudag leikur Björn Steinar Sólbergsson á orgel. Eftir kyrrðarstund verða veitingar í Suðursal Hallgrímskirkju.