Kyrrðarstund í hádeginu á fimmtudögumÁ fimmtudögum í hádeginu er ávallt hálftíma kyrrðarstund sem prestar kirkjunnar leiða og organistar spila. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir flytur hugvekju og bæn. Eftir stundina verður hægt að kaupa súpu á vægu verði. Allir hjartanlega velkomnir.