Kyrrðarstund á jólaföstu - nýjung á aðventu

,,Leitaðu friðar og leggðu stund á hann" Sálmur 34.15


Næstu tvo miðvikudaga 12. og 19. desember kl. 17 - eftir lokun verður boðið til sérstakrar kyrrðarstunda sem einblína á íhugun og bæn í hljóðri kirkjunni. Kirkjugestir eru hvattir til þess að kveikja á kertum á kórtröppunar eða við ljósberann og njóta þess að vera í kyrrðinni fjarri stressi í kringum aðventuna. Dr. Sigurður Árni Þórðarsón, sóknarprestur leiðir stundina.

Allir eru hjartanlega velkomnir.