Laugardaginn 4. ágúst kl. 12 leikur hin margverðlaunaða Elke Eckerstorfer, organisti við St. Augustin kirkjuna i Vínarborg, verk eftir Bach (Tokkata & fúga í d-moll), Saint-Säens, Brahms og Petrali. Miðaverð kr. 2.000.
Á seinni tónleikum sínum, sunnudaginn 5. ágúst kl. 17 leikur Elke Eckerstorfer verk eftir Heredia, Bach, Mozart, Saint-Säens, Sulzer, Brahms og Liszt (Präludium und Fuge über BACH). Miðaverð kr. 2.500.
4.ágúst kl. 12.00: Elke Eckerstorfer organisti St. Augustin, Vínarborg
Efnisskrá:
Johann Sebastian Bach 1685?1750
Toccata und Fuge d-moll, BWV 565
Camille Saint-Saëns 1835?1921 Danse macabre, op.40
Úts. Edwin Lemare 1865?1934
Johannes Brahms 1833?1897 Herzlich tut mich erfreuen
Úr 11 Choralvorspiele op.post.122
Vincenzo Petrali 1830?1889 Sonata Finale
5.ágúst kl. 17.00: Elke Eckerstorfer organisti St. Augustin, Vínarborg
Efnisskrá:
Sebastián Aguiléra de Heredia 1561?1627
Obra de 8° tono - Ensalada
Johann Sebastian Bach 1685?1750
Prelúdía og fúga í D-dúr, BWV 532
Wolfgang Amadeus Mozart 1756?1791
Úts. Zigmond Szathmáry *1939 Sónata í F-dúr, KV 244
Camille Saint-Saëns 1835?1921 Danse macabre, op. 40
Úts. Edwin Lemare 1865?1934
Balduin Sulzer *1932 Phantasia quasi improvisata, 2016
Johannes Brahms 1833?1897 Herzlich tut mich erfreuen
Úr 11 Choralvorspiele op.post.122
Franz Liszt 1811?1886 Präludium und Fuge über BACH
Elke Eckerstorfer er frá Wels í Efra-Austurríki og stundaði nám við tónlistarmenntaskólann í Linz og hóf píanónám við Bruckner tónlistarháskólann í Linz. Hún stundaði framhaldsnám í orgelleik, píanóleik og semballeik við Tónlistarháskólann í Vín og veturinn 2000/2001 var hún í námi hjá Bouvard og Latry við Þjóðartónlistarháskólann í París.
Elke Eckerstorfer hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir leik sinn og hún hefur ferðast til flestra landa Evrópu og til Japans í tengslum við tónleikahald. Leikur hennar hefur verið hljóðritaður bæði til útgáfu og fyrir útvarp. Á einum geisladiska hennar leikur hún öll orgelverk eftir Balduin Sulzer, tónskáld og kaþólskan prest frá Efra-Austurríki. Hún hefur hljóðritað tvo geisladiska í St. Augustin kirkjunni í Vínarborg, Trumpet Voluntary og Christmas Trumpet, með austurríska trompetleikaranum Gernot Kahofer.
Fyrir utan að vera einn af organistum í Kirkju heilags Ágústínusar í Vínarborg kennir hún einnig við Tónlistarháskóla borgarinnar.