Laugardaginn 21. júlí klukkan 12 er komið að
Thierry Escaich organista við Saint-Étienne-du-Mont kirkjuna í París. Escaich er á meðal þekktustu konsertorganista í heiminum í dag, rómaður spunasnillingur og eftirsóttur kennari. Á fyrri tónleikum sínum í Hallgrímskirkju leikur Escaich m.a. verkið Piéce Heroique eftir César Frank og spunaverk eftir sjálfan sig.
Miðaverð kr. 2.000.
Á seinni tónleikum sínum,
sunnudaginn 22. júlí klukkan 17, leikur
Thierry Escaich, verk eftir O. Messiaen, sjálfan sig, Orgelsónötu nr. 1 eftir Mendelssohn og Romance & Final eftir L. Vierne. Miðaverð kr. 2.500.
Miðasala í Hallgrímskirkju opnar klukkutíma fyrir hverja tónleika en einnig má kaupa miða á midi.is
Efnisskrá:
César Franck 1822?1890 Piéce Heroique Úr Trois Pièces
Kórall í h-moll, nr. 2
Úr Trois chorals pour grand orgue, 1890
Thierry Escaich *1965 Andante et scherzo
Spuni
Thierry Escaich er á meðal þekktustu konsertorganista á okkar dögum. Hann er rómaður spunasnillingur og eftirsóttur kennari. Hann hefur verið organisti við Saint-Étienne-du-Mont kirkjuna í París frá árinu 1997 en þar hafði Maurice Duruflé verið organisti í 57 ár. Thierry Escaich er einnig þekkt tónskáld, hefur skrifað yfir 100 verk, mörg fyrir orgel en einnig fyrir kammerhópa og stærri hljómsveitir. Hann hefur komið fram á orgeltónleikum víða um heim og alls staðar hrífur hann áheyrendur með leik sínum og fjölbreyttum efnisskrám sem hann setur saman með orgelverkum ýmissa orgeltónskálda, eigin verkum og spuna.