Lífið og sorgin

Sorgin er hin hlið ástarinnar. Enginn sem elskar sleppur við að syrgja. Sorg er einstaklingstengd en í frásögnum fólks af sorg er gjarna miðlað visku, möguleikum og aðferðum við að vinna með skugga lífsins. Í hádeginu á þriðjudögum í nóvember tala fjögur sem hafa miklu að miðla um ýmsa þætti þessara mikilvægu lífsverkefna. Hallgrímskirkja kl. 12 – 12,45.

  1. nóvember


Matthildur Bjarnadóttir: Sorg barna og unglinga

Matthildur hefur rannsakað sorg barna sem missa foreldri eða náin ástvin. Hún skrifaði meistaraprófsritgerð um sorg barna og hvernig sorgarúrvinnsla þeirra getur annars vegar gengið vel og hins vegar farið úrskeiðis. Matthildur er æskulýðsprestur Garðasóknar í Garðabæ.

  1. nóvember


Ólafur Teitur Guðnason skrifaði bókina Meyjarmissir eftir að Engilbjört Auðunsdóttir, kona hans, lést. Ólafur Teitur segir frá Engilbjörtu, lífi hennar, tengslum, missi og því að lifa áfram eftir makamissi. Ólafur Teitur vinnur hjá Atvinnuvegaráðuneytinu.

  1. nóvember


Sigurbjörg Sara Bergsdóttir: Kannski enginn töfralausn eftir missi. Lífið eftir áfall. Sigurbjörg Sara er klínískur þerapisti hjá EKTA – ráðgjöf.

  1. nóvember


Vigfús Bjarni Albertsson: Sorg og sorgarúrvinnsla.

Sr. Vigfús Bjarni starfar sem forstöðumaður Fjölskyldu- og sálgæsluþjónustu kirkjunnar og er einnig stundakennari í HÍ. Hann er sérmenntaður í sálgæslu og sálrænum stuðningi.