Lífið í kirkjunni

27. mars 2023
Fréttir
Mynd Hrefna Harðardóttir, 26. mars 2023

Fjölmenni var í Hallgrímskirkju í kveðjumessu dr. Sigurðar Árna Þórðarsonar sem skírði Kristján Sigurð Davíðsson í upphafi athafnar. Í prédikuninni íhugaði Sigurður Árni merkingu helgisögunnar um Maríu guðsmóður og tengingu hennar við mannlíf tvö þúsund árum síðar. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónaði fyrir altari og Kór Hallgrímskirkju söng undir stjórn Steinars Loga Helgasonar. Organisti dagsins var Björn Steinar Sóbergsson. Í lok messu flutti Einar Karl Haraldsson ræðu en hann er formaður sóknarnefndar Hallgrímskirkju. Messuþjónar voru Axel Gunnarsson, Ágústa Þorbergsdóttir, Elín Sigrún Jónsdóttir, Hjördís Jensdóttir, Ísak Sigurðarson, Jóhanna M Thorlacius, Jón Kristján Sigurðarson, Kristín Kristinsdóttir og Óskar Jónsson. Barnastarfið var í umsjá Kristnýjar Rósar Rósu Hrannar, Alvildu Eyvarar og Erlends. Eftir messu var efnt til samkvæmis í Suðursal í boði sóknarnefndar. Þar fluttu ávörp sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, prófastur, Sigrún V. Ágeirsdóttir og Ingi Hrafn Stefánsson. Kór Hallgrímskirkju söng og Steinar Logi stýrði fjöldasöng og flutti ávarp.

Sídegis var ensk guðsþjónusta sem sr. Bjarni Þór Bjarnason stýrði. Kl. 17 efndi Kór Hallgrímskirkju til tónleika á boðunardegi Maríu sem lauk með kvöldsöng. Sr. Irma Sjöfn stýrði helgihaldi, Steinar Logi söng kórs og Björn Steinar orgelinu.

Auk þeirra mörgu sem sóttu helgihald og tónleika voru margir ferðamenn sem litu við. Starfsfólk Hallgrímskirkju hafði því í mörg horn að líta og gerði mörg kraftaverk þennan dag.