Listaháskólinn II í Hallgrímskirkju

26. apríl 2019

Vortónleikar LHÍ og Listvinafélags Hallgrímskirkju


Laugardaginn 27. apríl kl. 14




Undurfalleg trúartónlist hljómar á vortónleikum tónlistardeildar LHÍ og Listvinafélags Hallgrímskirkju laugardaginn 27. apríl kl. 14. Tónlistin spannar margar aldir, allt frá endurreisn til okkar tíma en á efnisskrá er kórtónlist, hljóðfæra- og einsöngstónlist eftir Tómas Tallis, William Byrd, John Bennett, Thomas Luis de Victoria, Dietrich Buxtehude, J. S. Bach, W. A. Mozart, Franz Schubert, Théodore Dubois, Anton Bruckner og nemendur tónsmíðadeildar LHÍ.

Tónleikarnir eru samstarfsverkefni tónlistardeildar Listaháskóla Íslands og Listvinafélags Hallgrímskirkju og eru þeir aðrir af þremur á 37. starfsári félagsins.

Flytjendur eru: Matthías Harðarson orgel, Sigurlaug Björnsdóttir þverflauta,
Olea Jónsdóttir Flø básúna, Fredrik Schjerve tenór, Símon Karl Sigurðarson klarínetta,

Íris Björk Gunnarsdóttir sópran, Hjalti Þór Davíðsson píanó, Eirik Waldeland barítón
Guðný Charlotta Harðardóttir píanó og orgel, Anna Þórhildur Gunnarsdóttir píanó, Steinunn Björg Ólafsdóttir sópran og kór LHÍ, stjórnendur Ása Valgerður Sigurðardóttir, Mattías Harðarson, Sunna Karen Einarsdóttir og Hreiðar Ingi Þorsteinsson.

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.


Efnisskrá:

- Dietrich Buxtehude (1637-1707):
Praeludium í D-dúr BuxWV 139
Matthías Harðarson, orgel

- Johann Sebastian Bach (1685-1750)
Aría úr kantötu Liebster Gott, wenn werd ich sterben BWV 8/4
Aría: Doch weichet, ihr tollen, vergeblichen Sorgen
Sigurlaug Björnsdóttir, þverflauta
Olea Jónsdóttir Flø, básúna
Matthías Harðarson, orgel

- Théodore Dubois (1837-1924)
Ave verum
Fredrik Schjerve, tenór
Símon Karl Sigurðarson, klarínetta
Matthías Harðarson, orgel

- Franz Schubert (1797-1828)
Ave Maria
Íris Björk Gunnarsdóttir, sópran
Hjalti Þór Davíðsson, píanó

- Anton Bruckner (1824-1896)
Ave Maria
Eirik Waldeland, barítón
Guðný Charlotta Harðardóttir, orgel

- Hildigunnur Rúnarsdóttir (*1964)
Maríuljóð
Íris Björk Gunnarsdóttir, sópran
Anna Þórhildur Gunnarsdóttir, píanó

- Giulio Caccini (1551-1618)
Ave Maria
Steinunn Björg Ólafsdóttir, sópran
Guðný Charlotta Harðardóttir, píanó


- William Byrd (1538-1623)

Ave verum corpus
Kór LHÍ

- John Bennet (1575-1614)
Weep, O mine eyes
Kór LHÍ
stjórnandi: Ása Valgerður Sigurðardóttir

- Thomas Tallis (1505-1585)
If ye love me
Kór LHÍ

- Thomas Luis de Victoria (1548-1611)
O vos omnes
Kór LHÍ
stjórnandi: Matthías Harðarson

- Hugi Þeyr (*1992)

Kór LHÍ
Kyrie – Agnus Die samið fyrir Kór LHÍ 2019.

-Óskasteinar , ungverskt þjóðlag, útsett fyrir Kór LHÍ 2019
ísl.texti: Hildigunnur Halldórsdóttir (1912-1992)
útsetning: Þórir Hermann Óskarsson (*1994)
Kór LHÍ
stjórnandi: Hreiðar Ingi Þorsteinsson

- Jakob Arcadelt (1505-1568)
Il bianco de dolce cigno
Kór LHÍ

- W. A. Mozart (1756-1791)
Ave verum corpus
Kór LHÍ
stjórnandi: Sunna Karen Einarsdóttir
orgel: Matthías Harðarson

Sjá nánari upplýsingar í auglýsingaviðburði tónleikana á facebook.