Liðug á líkama og sál í kórkjallara kirkjunnar

10. september 2015


Fyrsta vetrarsamveran í starfi eldri borgara er á morgun, föstudaginn 11. september en samverurnar verða í vetur á þriðjudögum og föstudögum kl. 11.00 - 13.00. Hist er í kórkjallara kirkjunnar og hreyfing, súpa og spjall er meðal annars á dagskránni. Mjöll Þórarinsdóttir ofl. sjá um fjörið og bjóða alla velkomna.