Ljósaganga UN Women á Íslandi 2025

25. nóvember

Ljósaganga UN Women á Íslandi í dag, 25. nóvember kl. 17:00

Ljósagangs UN WOMEN á Íslandi
25. nóvember kl. 17.00
Við styttu Ingólfs Arnarsonar á Arnarhóli

Í dag, þann 25. nóvember er Alþjóðadagur gegn kynbundnu ofbeldi og fer þá fram árleg Ljósaganga UN Women á Íslandi.
Í tilefni dagsins eru margar merkar byggingar á Íslandi lýstar upp í appelsínugulum lit, þar á meðal Hallgrímsskirkja sem styður málstaðinn heilshugar.

Gangan hefst klukkan 17:00 við styttu Ingólfs Arnarsonar á Arnarhóli, þaðan sem gengið verður suður Lækjargötu og upp Amtmannsstíg. Göngunni lýkur á Bríetartorgi með stuttri samverustund þar sem boðið verður upp á heitt kakó.

Dagurinn markar jafnframt upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem UN Women á Íslandi er í forsvari fyrir ásamt Mannréttindaskrifstofu Íslands og fjölda annarra félagasamtaka.

Sem fyrr verður Harpan lýst upp í appelsínugulum lit í tilefni dagsins, en appelsínuguli liturinn táknar framtíð án ofbeldis og er litur alþjóðlegs baráttudags gegn kynbundnu ofbeldi. Þá verða Aðalbygging Háskóla Íslands og Hallgrímskirkja einnig lýstar upp við þetta tækifæri.

Um 16 daga átakið gegn kynbundnu ofbeldi

16 daga átakið gegn kynbundnu ofbeldi er alþjóðlegt átak sem hefst 25. nóvember (á alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi) og lýkur 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum. #NoExcuse. UNiTE to End Violence against Women.

Stöðvum kynbundið ofbeldi!

Síðaslitiðin ár hafa Harpan tónlistarhús, Háskóli Íslands og Hallgrímskirkja verðið lýst upp í app­el­sínu­gul­um lit í tilefni dagsins, en appelsínuguli liturinn táknar framtíð án ofbeldis og er litur alþjóðlegs baráttudags gegn kynbundnu ofbeldi.

Hallgrímskirkja – Gegn ofbeldi!