Ljósberinn í bað

24. ágúst 2018
Það þarf reglulega að þrífa ljósberann í kirkjunni. Þúsundir koma í Hallgrímskirkju á hverjum degi og mörg kveikja á kertum þegar það staldrar við og biður fyrir fólkinu sínu og sjálfu sér. Jón Konráð og Hjalti, kirkjuverðir, tóku sig til í vikunni og settu ljósberann í sturtu. Og skrúbburinn var notaður! Nú eru ytri ummerki bænagerðanna horfin en öll bænaefnin eru varðveitt í langtímaminni Guðs.