Lokatónleikar Schola cantorum

Schola cantorum heldur lokatónleika kirkjulistarhátíðar, sunnudaginn 23. ágúst kl. 17. Meðal verka á efnisskránni er frumflutningur á nýju verki eftir John Speight, Missa semplice fyrir kór, sópraneinsöngvara og hörpu, Miserere Allegri og fleiri kórperlur. Með kórnum leikur Elísabet Waage. Einnig verða frumflutt verk eftir Sigurð Sævarsson og Jón Hlöðver Áskelsson. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Miðar verða seldir við innganginn.