Lára Bryndís Eggertsdóttir, konsertorganisti verslunarmannahelgar

01. ágúst 2019








Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju 2019

Laugardagur 3. ágúst kl. 12.00 – 12.30 

Lára Bryndís Eggertsdóttir, organisti í Hjallakirkju Kópavogi

Leikur verk eftir Johann Sebastian Bach og Elsa Barraine.

Miðaverð 2500 kr

 

Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju 2019

Sunnudagur 4. ágúst kl. 17.00 – 18.00

Lára Bryndís Eggertsdóttir, organisti í Hjallakirkju Kópavogi

Á efnisskrá eru verk eftir Johann Sebastian Bach, Elsa Barraine, Vivaldi, Gaston Litaize og Jean Guillou.

Miðaverð 3000 kr

Lára Bryndís Eggertsdóttir byrjaði ung að læra á píanó og 14 ára gömul tók hún fyrstu skrefin sem afleysingaorganisti í Langholtskirkju. Hún lauk einleikaraprófi frá Tónskóla þjóðkirkjunnar með hæstu einkunn vorið 2002 undir handleiðslu Harðar Áskelssonar.

Lára Bryndís flutti á síðasta ári aftur heim til Íslands eftir 10 ára búsetu í Danmörku þar sem hún lauk meistaraprófi í kirkjutónlist frá Tónlistarháskólanum í Árósum vorið 2014. Aðalkennarar hennar þar voru Ulrik Spang-Hanssen og Lars Colding Wolf.

Undanfarin ár hefur hún starfað sem organisti við Sønderbro kirkju í Horsens og semballeikari hjá barokksveitinni BaroqueAros í Árósum. Frá því í september 2018 hefur Lára Bryndís verið organisti Hjallakirkju í Kópavogi auk þess að kenna við Tónskóla Þjóðkirkjunnar.

Laugardagur 3. ágúst kl 12.00


Johann Sebastian Bach 1685-1750

Wir Danken Dir, Gott BWV 29: Sinfonia Umritun/transcription A. Guilmant 1837-1911

Elsa Barraine 1910-1999

Deuxième Prélude et Fugue (1929)

Johann Sebastian Bach 1685-1750

Praeludium & Fuga in G Major BWV 541

 

Sunnudagur 4. ágúst kl. 17.00


Johann Sebastian Bach 1685-1750

Praeludium & Fuga in G Major BWV 541

Elsa Barraine 1910-1999

Deuxième Prélude et Fugue (1929)

Johann Sebastian Bach 1685-1750 / Antonio Vivaldi 1678-1741
Concerto in g minor BWV 975 Umritun/transcription Elena Barshai (2012) Allegro

Largo Giga

Gaston Litaize 1909-1991

From Douze pièces pour grande orgue: Prélude
Scherzo

Jean Guillou 1930-2019

Ballade Ossianique No. 1 Temora (1966/2005)