Lára Bryndís Eggertsdóttir leikur á tónleikum fimmtudaginn 26. júlí kl. 12

24. júlí 2018
Fimmtudaginn 26. júlí kl. 12 leikur einn fremsti organisti okkar af ungu kynslóðinni, Lára Bryndís Eggertsdóttir, verk eftir G. Pierné og Bedrich Smetana (Moldau).

Miðaverð er kr. 2.000.

Miðasala hefst í anddyri kirkjunnar klukkustund fyrir tónleikana, en einnig er hægt að kaupa miða á midi.is.


Lára Bryndís Eggertsdóttir byrjaði ung að læra á píanó og þegar hún var 14 ára gömul tók hún fyrstu skrefin sem afleysingaorganisti í Langholtskirkju. Hún lauk einleikaraprófi frá Tónskóla þjóðkirkjunnar með hæstu einkunn vorið 2002 undir handleiðslu Harðar Áskelssonar. Lára Bryndís er nýflutt aftur heim til Íslands eftir 10 ára búsetu í Danmörku þar sem hún lauk meistaraprófi í kirkjutónlist frá Tónlistarháskólanum í Árósum vorið 2014. Aðalkennarar hennar þar voru Ulrik Spang-Hanssen og Lars Colding Wolf. Undanfarin ár hefur hún starfað sem organisti við Sønderbro kirkju í Horsens og semballeikari hjá barokksveitinni BaroqueAros í Árósum.