Menningarnótt í Reykjavík 2018 -Sálmafoss í Hallgrímskirkju laugardaginn 18. ágúst kl. 15 - 21.

14. ágúst 2018


Laugardaginn 18. ágúst frá kl. 15 - 21 verður vegleg tónlistardagskrá í boði, svokallaður Sálmafoss á Menningarnótt.


Aðgangur að Sálmafossi er ókeypis, allir eru velkomnir! 


 

Listvinafélag Hallgrímskirkju þakkar þeim stóra hópi tónlistarfólks og aðstoðarfólks, sem leggur þessari dagskrá lið sitt. Listrænn stjórnandi og ábyrgðarmaður Sálmafoss er Hörður Áskelsson kantor Hallgrímskirkju.

DAGSKRÁ

Kynnar: Dr. Sigurður Árni Þórðarson sóknarprestur Hallgrímkirkju, og Inga Harðardóttir, æskulýðsfulltrúi Hallgrímskirkju.

15.00  Sálmasöngur - samsöngur

15.10  Sálmar á nýrri öld Kammerkórinn Schola cantorum undir stjórn Harðar Áskelssonar og Sigurður Flosason tónskáld og saxófónleikari kynna og flytja nýja sálma eftir Sigurð og Aðalstein Ásberg Sigurðsson skáld. Sigurður rammar inn flutninginn með spjalli og spuna á saxófón.

15.55  Klukkuspil Hallgrímskirkju. Sálmar óma á  “Menningarnótt”.

16.00  Sálmasöngur - samsöngur

16.10  Söngsveitin Fílharmónía flytur fjölbreytta kórtónlist undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar.

16.40  Lára Bryndís Eggertsdóttir leikur sálmforleiki á Klais-orgelið.

16.55  Klukkuspil Hallgrímskirkju. Sálmar óma á  “Menningarnótt”.

17.00  Sálmasöngur -samsöngur

17.10  Mótettukór Hallgrímskirkju syngur sálmaútsetningar og mótettur undir stjórn Harðar Áskelssonar. Bergljjót Analds syngur Heyr, himna smiður með kórnum.

17.30  Hannfried Lucke, konsertorganisti frá Salzburg, leikur á Klaisorgelið

17.55  Klukkuspil Hallgrímskirkju. Sálmar óma á  “Menningarnótt”.

18.00  Sálmasöngur - samsöngur

18.10  Umbra, flytur maríusöngva frá miðöldum, antifón eftir Hildegard von Bingen og veraldlega og trúarlega þjóðsöngva. Hópinn skipa þær Alexandra Kjeld, Arngerður María Árnadóttir, Lilja Dögg Gunnarsdóttir og Sigrún Harðardóttir.

18.35  Björn Steinar Sólbergsson organisti Hallgrímskirkju flytur fjölbreytta orgeltónlist.

18.85  Klukkuspil Hallgrímskirkju. Sálmar óma á  “Menningarnótt”.

19.00  Sálmasöngur - samsöngur

19.10  Hildigunnur Einarsdóttir altsöngkona og Björn Steinar Sólbergsson flytja sálma og aríur eftir Bach o. fl.

19.30  Sálmaspuni. Sigurður Flosason saxófónleikari og Gunnar Gunnarsson orgelleikari spinna út frá þekktum sálmum. 

19.55  Klukkuspil Hallgrímskirkju. Sálmar óma á  “Menningarnótt”.

20.00  ManKan rafspunadúett. Guðmundur Vignir Karlsson og Tómas Manoury. Rafspunadúettinn ManKan tengist midi-búnaði Klaisorgelsins.

20.30  Orgelspuni og sálmforleikir. Hannfried Lucke konsertorganisti frá Salzburg kemur sálmafossgestum á óvart með fjölbreyttri túlkun á Klaisorgelið

21.00  Klukkuspil Hallgrímskirkju ómar út í nóttina.

Kaffihús er í suðursal kirkjunnar á Menningarnótt til styrktar starfi Listvinafélagsins. Ilmandi vöfflur og aðrar kræsingar og kaffi borið fram í gullfallegum antíkbollum Listvinafélagsins.

Röð sálmanna:

  1. 848 Allt sem Guð hefur gefið mér

  2. 846 Ljósfaðir, viltu lýsa mér

  3. 918 Færðu mér ljósið langt og mjótt

  4. 881 Við heyrum Guðs heilaga orð

  5. 835 Heyr þann boðskap

  6. 916 Hver getur vakað um heimsins nótt

  7. 880 Kom lát oss syngja söng

  8. Í svörtum himingeimi (Sálmafoss 2017)


eftir sr. Davíð Þór Jónsson og Arngerði Maríu Árnadóttur organista Laugarneskirkju

  1. 926 Á hverjum degi

  2. 534 Ég veit um himins björtu borg

  3. 592 Nú hverfur sól í haf


________________________

Hér er hægt að skoða dagskrárhefti sálmafoss og heilauglýsingu

Sálmafoss dagskrá

Sálmafoss