Mentaðarnefndin í heimsókn

Menntamálanefnd færeyska Lögþingsins kom í Hallgrímskirkju 16. september sem og sendikvinna Færeyinga, Halla Nolsöe Poulsen. Margir Færeyingar sækja kirkju í Hallgrímskirkju þegar þeir koma til Íslands. Hallgrímskirkjufólk fagnar ávallt Færeyingum og þykir gaman að vera með þeim, tala við þá og þjóna þeim. Við, Sigríður Hjálmarsdóttir, sögðum sögu Hallgrímskirkju, hlutverkum hennar og helgihaldi. Björn Steinar Sólbergsson kynnti tónlist í lífi kirkjunnar og lék á orgelið. Færeyski hópurinn söng svo af krafti. Eftir að hafa farið hálfa leið til himins og til baka, sem sé í turn kirkjunnar, var sest að veitingum í Suðursalnum, rætt um sameiginlega þætti í sögu og menningu og skoðaður kútter kirkjunnar sem gerður var í Færeyjum. Að skilnaði fengu gestirnir að gjöf Hallgrímskirkjubók sr. Sigurðar Pálssonar, Mínum Drottni til þakklætis. Takk fyrir komuna.

Mentanarnevndin (logting.fo)

Djóni Nolsøe Joensen, formaður

Beinir Johannesen, næstformaður
Sámal Jóhannis Joensen

Bjarni Kárason Petersen

Beinta Løwe Jacobsen

Edva Jacobsen

Heðin Zachariassen

Poula Árnadóttir Lervig, ritari

Myndiirnir tóku Kristný Rós Gústafsdóttir og Sigríður Hjálmarsdóttir

sáþ