Messa 28. júní og sögustund fyrir börnin

25. júní 2015
Messa og sögustund sunnudaginn 28. júní kl. 11.00.  Í messunni kemur fram hópur söngvara frá Bretlandi sem hafa æft hér á landi undir stjórn Jeremy Jackman.  Hópurinn kallar sig RBS Europe Singers en strax að lokinni messu halda þau stutta tónleika í kirkjunni.  Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða safnaðarsöng og organisti er Hörður Áskelsson.  Eftirspil leikur bandaríski orgelleikarinn James D. Hicks.  Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari ásamt sr. Leonard Ashford og messuþjónar aðstoða.  Sögustund fyrir börnin er í umsjá Ingu Harðardóttur æskulýðsfulltrúa.  Íhugunarefni dagsins er samtalið milli Jesú og konu sem var staðin að hórdómi og  spurningin "Sakfelldi enginn þig ?"