Messa, barnastarf og erkibiskup - sunnudaginn 21. október kl. 11

Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og sr. Sigurður Árni Þórðarson þjóna fyrir altari ásamt messuþjónum. Dr. Antje Jackelén, erkibiskup, prédikar og fulltrúar úr samstarfsnefnd kristinna trúfélaga lesa texta. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, flytur blessun. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskelsson. Umsjón barnastarfs: Bogi Benediktsson.

Kaffisopi eftir messu.

Verið hjartanlega velkomin.