Messa, grjónagrautur og aðalfundur

03. september 2021


Altarisgöngur hefjast nú í Hallgrímskirkju eftir langt hlé. Barnastarf haustsins hefst sunnudaginn, 5. september. Messa og barnastarf hefjast kl. 11. Umsjón barnarstarfs: Kristný Rós Gústafsdóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir. Prestar: Sigurður Árni Þórðarson og Irma Sjöfn Óskarsdóttir. Messuhópur aðstoðar, Kristín Kristinsdóttir, Benedikt Axel Gunnarsson og Guðrún Gunnarsdóttir. Organisti: Steinar Logi Helgason. Kvartett syngur: Heiðdís Hanna Sigurðardóttir, Guja Sandholt, Fjölnir Ólafsson og Marteinn Snævarr Sigurðsson.


Veitingar sunnudaginn 5. september eru margvíslegar. Í messunni verður hin himneska veisla og andleg næring. Í Suðursalnum verður haldinn aðalfundur Hallgrímssóknar eftir messu. Venjuleg aðalfundarstörf. Börnin sem koma í sunnudagaskólann fá hins vegar grjónagraut.