Messað kl. 11.00 og 14.00 sunnudaginn 26. júlí

23. júlí 2015


Sunnudaginn 26. júlí  kalla klukkur Hallgrímskirkju til messu og bjóða alla velkomna.  Kl. 11.00 er  messa með sögustund fyrir börnin.   Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari  ásamt sr. Leonard Ashford og hópi messuþjóna.  Íris Saara sér um sögustund fyrir þau yngri.   Organisti er Eyþór Franzson Wechner og félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja.  Eftirspil leikur rúmenski orgelleikarinn  János Kristófi sem er gestur Alþjóðlegs orgelsumars um þessar mundir.   Íhugunarefni dagsins er líf  sem byggir á bjargi eða sandi (Matt. 7:24-28).
Kl. 14.00 er ensk messa í Hallgrímskirkju.  Sr.  Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari.  Organisti er Eyþór Franzson Wechner.

Eftir báðar messurnar er boðið upp á samfélag yfir kaffi og te í suðursal kirkjunnar .