Messa og barnastund 19. júlí kl. 11

16. júlí 2015


Allir eru hjartanlega velkomnir í  Hallgrímskirkju sunnudaginn 19. júlí kl. 11:00. Þá er messa og sögustund í kirkjunnni. Séra Jón Dalbú Hróbjartsson þjónar fyrir altari og prédikar og honum til aðstoðar eru messuþjónar. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða safnaðarsönginn undir stjórn organistans Eyþórs Franzsonar Wechner. Sögustundin er fyrir börnin og allir eru svo velkomnir í kaffisopa í Suðursalnum eftir messuna. Umsjón hefur Inga Harðardóttir.