Messa og samkirkjuleg guðþjónusta

13. október 2017

Sunnudagurinn 15. október



Messa kl. 9.30


Messa undir forsæti Hans heilagleika, samkirkjulega patríarkans í Konstantínóbel, Bartholomew á vegum Rétttrúnaðarkirkjunnar. Messan er öllum opin. Prédikun verður flutt á ensku.

Samkirkjuleg guðþjónusta kl. 11


Samkirkjuleg guðþjónusta á vegum Samstarfsnefndar kristinna trúfélaga á Íslandi. Prédikun: Peter Loy Chong, erkibiskup kaþólskra á Fiji-eyjum. Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands flytur blessun. Patríarkinn Bartholomew mælir lokaorð. Fulltrúar Alkirkjuráðsins og kristinna trúfélaga á Íslandi lesa ritningartexta og bænir. Prestar: dr.Sigurður Árni Þórðarson og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju synjga. Organisti er Hörður Áskelsson. Barnastarfið verður á sínum stað.