Messa og sögustund 25. júní kl. 11

23. júní 2017
Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón með sögustund hefur Inga Harðardóttir en þetta er jafnframt síðasta sögustundin fyrir sumarfrí en barnastarfið hefst að nýju í september. Í messunum í júlí og ágúst verða þó bækur og leikföng í boði fyrir krakkana aftast í kirkjunni.

Kaffisopi eftir messu.

Verið velkomin.