Messa og upphaf barnastarfsins

Hallgrímskirkja


Tólfti sunnudagur eftir þrenningarhátíð


3. september 2017
Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Steinar Logi Helgason. Umsjón með barnastarfi hefur Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi ásamt leiðtogum. Barnastarfið hefst í messunni en síðan verður gengið saman í Suðursalinn þar sem barnastarfið er. Þar er líf og fjör!

Eftir messu verður kynningarfundur fyrir fermingarungmenni og foreldra þeirra með prestum og æskulýðsfulltrúa.

Kaffisopi eftir messu.

Verið hjartanlega velkomin til kirkju.