Messa sunnudaginn 2. ágúst

30. júlí 2015


Mesta ferðahelgi ársins er framundan en fyrir þau sem dvelja í borginni er boðið til messu og sögustundar fyrir börnin  kl. 11.00 á sunnudaginn í Hallgrímskirkju.  Hópur messuþjóna aðstoðar við helgihaldið og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari.  Organisti og kórstjóri er Hörður Áskelsson og félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða sönginn.  Lára Bryndís Eggertsdóttir leikur eftirspil í messunni en hún leikur einnig á tónleikum Alþjóðlegs orgelsumars sunnudaginn 2. ágúst kl. 17.00.