Messa við upphaf vetrarstarfs sunnudaginn 13. september

10. september 2015


Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar ásamt dr. Sigurði Árna Þórðarssyni þennan sunnudag sem markar upphaf vetrastarfsins. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson og félagar úr mótettukór Hallgrímskirkju leiða safnaðarsöng. Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi og leiðtogar sjá um fyrsta sunnudagaskóla vetrarins.  Íhugunarefni dagsins er sagan af systrunum Mörtu og Maríu í Lúkasarguðspjalli. Verið hjartanlega velkomin í messu.
Foreldrar og forráðafólk fermingarbarna funda eftir messu og fermingarungmennin mæta einnig.