Messan 2. apríl

31. mars 2017
Barnastarfið og messan hefjast kl. 11 sunnudaginn 2. apríl. Félagar í Mótettukór Hallgrímskirkju syngja undir stjórn Harðar Áskelssonar. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Birgi Ásgeirssyni. Messuþjónar aðstoða. Inga Harðardóttir, æskulýðsfulltrúi kirkjunnar, stjórnar barnastarfinu.

 

Tónlistin og sálmar í messunni:

Forspil: O Lamm Gottes, unschuldig sálmforleikur BWV 618

Miskunnarbæn úr Missa de angelis, kórsöngur

SB 131 Krossferli að fylgja þínum

SB 41 Víst ertu Jesú, kóngur klár

_____________________

SB 376 Láttu Guðs hönd þig leiða hér

Kórsöngur undir almennri kirkjubæn: SB (viðbætir) 883 Í þinni náð

Söngur undir friðarkveðju: SB (viðbætir) 895 Þér friður af jörðu fylgi nú

Kórsöngur undir útdeilingu:

  1. Drottinn, minn hirðir held ég þig (Sl 23) texti Hallgrímur Pétursson, lag Halldór Hauksson

  2. Guðs helga lamb, texti Sigurbjörn Einarsson, sálmalag í raddsetningu J.S. Bach


SB 532 Gefðu að móðurmálið mitt

Eftirspil: Louis Couperin: Chaconne

 

Lexía: 1Mós 22.1-13
Eftir þessa atburði reyndi Guð Abraham. Hann mælti til hans: „Abraham.“ Og hann svaraði: „Hér er ég.“ Hann sagði: „Tak þú son þinn, einkason þinn sem þú elskar, hann Ísak, og far þú til Móríalands og fórna honum sem brennifórn á því fjalli sem ég mun vísa þér á.“ Árla morguns söðlaði Abraham asna sinn, tók með sér tvo af sveinum sínum og Ísak son sinn, klauf við til brennifórnar, lagði síðan af stað og hélt til þess staðar sem Guð hafði sagt honum. Á þriðja degi hóf Abraham upp augu sín og sá staðinn álengdar. Hann sagði við sveina sína: „Bíðið hérna hjá asnanum en við drengurinn munum ganga þangað upp eftir til að biðjast fyrir og komum svo til ykkar aftur.“ Abraham tók nú brennifórnarviðinn og lagði Ísak syni sínum á herðar en eldinn og hnífinn tók hann sér í hönd. Og þeir gengu báðir saman. Þá sagði Ísak við Abraham föður sinn: „Faðir minn.“ Og hann svaraði: „Hér er ég, sonur minn.“ Ísak mælti: „Hér er eldurinn og viðurinn. En hvar er sauðurinn til brennifórnarinnar?“ Abraham svaraði: „Guð mun sjá sér fyrir sauð til brennifórnar, sonur minn.“ Og þeir gengu báðir saman. Nú komu þeir á staðinn sem Guð hafði talað um. Þar reisti Abraham altari, lagði viðinn á, batt Ísak son sinn og lagði hann á altarið ofan á viðinn. Þá tók Abraham hnífinn í hönd sér til þess að slátra syni sínum. En engill Drottins kallaði til hans af himni og mælti: „Abraham! Abraham!“ Og hann svaraði: „Hér er ég.“ Engillinn sagði: „Leggðu ekki hönd á sveininn og gerðu honum ekkert því að nú veit ég að þú óttast Guð. Þú hefur jafnvel ekki synjað mér um son þinn, einkason þinn.“ Þá hóf Abraham upp augu sín og sá hvar hrútur var fastur á hornunum í greinaþykkni. Fór hann þangað, tók hrútinn og fórnaði honum sem brennifórn í stað sonar síns.

 

Pistill: Heb 13.12-13
Þess vegna leið Jesús fyrir utan hliðið, til þess að hann helgaði lýðinn með blóði sínu. Göngum því til hans út fyrir herbúðirnar og berum vanvirðu hans.

 

Guðspjall: Mrk 10.35-45
Þá komu til Jesú Jakob og Jóhannes, synir Sebedeusar, og sögðu við hann: „Meistari, okkur langar að þú gerir fyrir okkur það sem við ætlum að biðja þig.“ Hann spurði þá: „Hvað viljið þið að ég geri fyrir ykkur?“ Þeir svöruðu: „Veit okkur að við fáum að sitja þér við hlið í dýrð þinni, annar til hægri handar þér og hinn til vinstri.“ Jesús sagði við þá: „Þið vitið ekki hvers þið biðjið. Getið þið drukkið þann kaleik, sem ég drekk, eða skírst þeirri skírn sem ég skírist?“ Þeir sögðu við hann: „Það getum við.“ Jesús mælti: „Þann kaleik, sem ég drekk, munuð þið drekka og þið munuð skírast þeirri skírn sem ég skírist. En ég ræð því ekki hver situr mér til hægri handar eða vinstri. Það veitist þeim sem það er fyrirbúið.“ Þegar hinir tíu heyrðu þetta gramdist þeim við þá Jakob og Jóhannes. En Jesús kallaði þá til sín og mælti: „Þið vitið að þeir sem teljast ráða fyrir þjóðum drottna yfir þeim og höfðingjar þeirra láta menn kenna á valdi sínu. En eigi sé svo meðal ykkar heldur sé sá sem mikill vill verða meðal ykkar þjónn ykkar. Og sá er vill fremstur vera meðal ykkar sé allra þræll. Því að Mannssonurinn er ekki kominn til þess að láta þjóna sér heldur til að þjóna og gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir alla.“

 

The Sermon

Today we will discuss the dramatic story of Abraham and Isaac in Genesis 22. What kind of God demands a father to kill his son? Can we belief in such a God? Is this a story of the worst possible child abuse? What to do with horror-stories of the Bible? Has the god of the Hebrews evolved from a tyrant demanding outrageous obedience into a totally different type of God – the God of Jesus Christ? If so, what does it mean and entail? What is the value of the story of a father ordered to slaughter his son Isaac (the name of the boy meaning laughter!). Take the time to think about your faith and what you belief. What are your values and what are your limits? Do you obey some faulty authorities in your life you really should say no to? Is this the time for reversal and a new beginning in your life?