Messan 21. júní og týndir synir

18. júní 2015
Messa og sögustund í Hallgrímskirkju kl. 11 árdegis sunnudaginn 21. júní. Kór frá Bragernes í Noregi syngur í messunni undir stjórn Jörn Fevang auk félaga í Mótettukórnum. Organisti Hörður Áskelsson. Eftirspil leikur Eivind Berg, organisti í Drammen. Sr. Sigurður Árni Þórðarson predikar og þjónar fyrir altari ásamt með sr. Tómasi Sveinssyni. Messuþjónar aðstoða. Inga Harðardóttir, æskulýðsfulltrúi Hallgrímskirkju, sér um sögustundina. Íhugunarefni dagsins er saga Jesú um týnda soninn.