Messan 6. september kl. 11

03. september 2015


Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari í messunni 6. september. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgímskirkju leiða messusönginn. Organisti er Steinar Logi Helgason. Upptaktur að sunnudagaskóla Hallgrímskirkju verður einnig á sunnudaginn með Rósu og Sólu í rokna stuði! En sálmarnir sem sungnir verða í messunni eru:

22 Þú, mikli Guð ert með oss á jörðu

224 Hallelúja, dýrð sé Drottni

591 Ó, Guð, ég veit hvað ég vil

——

367 Eigi stjörnum ofar

47 Gegnum Jesú helgast hjarta

Kórsöngur undir úteilingu

712 Dag í senn eitt andartak í einu